3.5.2006 | 21:18
Ég er ljóska
Ég fór í litun áðan og er bara orðin ljóshærð... reyndar er það soldið gult/appelsínugult núna, en ég læt gera það almennilega ljóst eftir tvær vikur. Ég er rosalega ánægð með litinn. Þetta tók þrjá og hálfan tíma þakka þér fyrir.
Annars er ég bara í atvinnuleit þessa dagana, mér líður eins og aumingja á þessum atvinnuleysisbótum og sé rosalega mikið eftir því að hafa hætt í skólanum. Ég nenni ekki að vera skúringakona í Fellunum alla ævi (er ég of svartsýn?). En ég fer aftur í skóla, það er ekki spurning ég verð bara að vera aðeins ákveðnari í hvað ég vil læra.
Þessi mynd var tekin áðan, ég er alveg rosa fyrirsæta bwahahahaha. Nei kannski ekki, en þarna sést hárliturinn vel, hann er ekki alveg ljós heldur soldið appelsínugulur. Svo gaf Jói mér perluhálsfestina sem ég er með á myndinni. Hann er algjört æði og ég elska hann!
Ég, Inga og Birgir fórum í Kringluna í gær og það var rosa fínt, fyrir utan það að litlu gæjarnir okkar voru ekki upp á sitt besta. Sigurður frekjudósin mín var bara í kasti eiginlega allan tímann! Hann vildi ekki sitja í kerrunni, svo vildi hann ekki matinn sinn og var bara hálf ómögulegur mest allan tímann. Ekki bætti það úr skák að ég keypti einhvern svaka mat handa honum, einhvers konar salat með kjúklingabringu og honum fannst allt vont nema litlu kjötbitarnir. Ussussuss! Hann er algjör matargikkur! En hann er bara skapstór eins og mamma sín :) Birgir Máni var eitthvað lítill í sér og bara grét ef eitthvað var ekki eins og honum líkaði og hann var ekki heldur ánægður þegar Sigurður byrjaði að klípa hann og rífa í hárið hans! Já sonur minn er fantur og ekki orð um það meir
Ég þakka fyrir, þangað til næst ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 3. maí 2006
Um bloggið
Strik í reikninginn! :)
Tenglar
Bloggarar
- Ísbúðargellurnar Stelpurnar sem búa til ísinn minn ;) hehe
- Tinna Líf duglegust
- Mundi vírdó
- Sandra Björk skvís
- Ingibjörg úr brh.
- Þórey
- Litlu skvísurnar yeah
- Írena mín hörkustelpa
- Inga a.k.a. Vigga best
- Sigurður litli sonur minn
Bloggarar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar